Þórborg

RapidRenew 72g.

RapidRenew 72g.

RapidRenew
RapidRenew er frábært kornakrem sem borið er á andlit og háls 3-4 sinnum í viku. RapidRenew hefur þau áhrif að húðin endurnýjar sig og verður mýkri, bjartari og fær unglegra yfirbragð á aðeins 14 dögum. RapidRenew formúlan er gædd þeim kosti að hún heldur áfram að vinna á húðinni og hreinsa hana eftir að kremið er skolað af.

Spurningar og svör:
Hvað er þetta?
RapidRenew er frábært kornakrem sem borið er á andlit og háls. Þegar kremið er borið á húðina hefur það þau áhrif að húðin endurnýjar sig og verður strax mýkri, bjartari og fær unglegra yfirbragð. Útkoman er ótrúleg!

Fyrir hvern er þetta?
RapidRenew hentar bæði konum og karlmönnum sem vilja bæta útlit og yfirbragð húðar.

Hvað er í þessu?
RapidRenew inniheldur Hexatein 5 sem er háþróuð blanda af magnesíumoxíð kristöllum, fjölpeptíð, alfa-hýdroxýsýru (lime pearl), bromelain ensími, natriumbikarbonat og A, C og E vítamínum.

Hvernig nota ég þetta?
Berið RapidRenew blíðlega á hreint, blautt andlit og háls. Gott er að nudda kreminu í litla hringi á húðina en forðast skal að kremið fari í augun. Kremið er síðan þvegið af með volgu vatni. Til að ná sem bestum árangri skal nota RapidRenew 3-4 sinnum í viku.

Hversu oft er RapidRenew borið á?
Það má nota RapidRenew 3-4 sinnum í viku, eða eins oft og þörf er á.

Hvað ef ég gleymi að bera á mig RapidRenew 3-4 sinnum í viku?
Ef gleymst hefur að bera RapidRenew á húðina þá er í lagi að bera það á næsta dag.

Hversu langan tíma tekur að sjá árangur á húðinni?
Neytendur sjá árangur strax eftir eitt skipti. Mælt er með að halda áfram að nota RapidRenew reglulega til að sjá sem bestan árangur.

Má ég nota RapidRenew ef ég er með viðkvæma húð?
RapidRenew er milt en árangursríkt kornakrem sem hentar öllum húðtegundum. Formúlan er vottuð af húðlæknum og er örugg vara. Hinsvegar eins og með allar aðrar snyrtivörur, þá gætu sumir einstaklingar fundið fyrir ertingu í húð eða ofnæmi fyrir efnum í formúlunni. Ef þú hefur grun um ofnæmisviðbrögð, hættu þá að nota vöruna og leitaðu til læknis.

Get ég notað RapidRenew ef ég er með graftarbólur/rósroða/sóríasis/exem eða annað?

Við mælum með því að þú ræðir það við þinn lækni ef þú ert í húðmeðferð.

Má ég nota förðunarvörur með RapidRenew?
Já við mælum með því að þú fylgir venjulegri förðunarrútínu eftir að RapidRenew er borið á.

Mega karlar nota RapidRenew?
RapidRenew formúlan er fyrir bæði kynin og er þess vegna einnig tilvalin fyrir karlmenn.

Mega börn undir 18 ára aldri nota RapidRenew?
Við mælum ekki með því þar sem engar rannsóknir á vörunni hafa verið gerðar á þeim aldurshópi.

Hvað á ég að gera ef ég fæ óvart RapidRenew í augun?
RapidRenew er ætlað húðinni og varast skal beina snertingu við augun. Ef kornakremið fer í augun er best að skola þau með köldu vatni. Ef það veldur miklum óþægindum þá er æskilegt að leita til læknis.

Hvenær ætti ég að hætta að nota RapidRenew?
Þegar þú hefur náð þeim árangri sem þú ert ánægð/ur með, þá mælum við með að þú haldir áfram að nota RapidRenew til að viðhalda fallegu útliti húðarinnar því mikilvægt er að hreinsa húðina reglulega.

Hversu lengi endist eitt stykki af RapidRenew?
Ef RapidRenew er borið á húðina 3-4 sinnum í viku þá dugar eitt stykki af RapidRenew í að meðaltali um 2-3 mánuði.

Vörunúmer: 16112

Vörunúmer

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista á fáðu fréttir af nýjungum og tilboðum